Innlent

Hugsanlega hægt að hleypa umferð á brúna á hádegi

Framkvæmdir hafa staðið yfir sleitulaust síðustu daga. Mynd/ Þórir N. Kjartansson
Framkvæmdir hafa staðið yfir sleitulaust síðustu daga. Mynd/ Þórir N. Kjartansson
Vinna við bráðabirgðabrúna yfir Múlakvísl hefur gengið vel í morgun og er Vegagerðin bjartsýn á að hægt verði að hleypa umferð á brúna upp úr hádegi. Selflutningar yfir ána hófust klukkan sjö í morgun og munu standa áfram þar til að umferð verður hleypt á.

Talið er að tjón ferðaþjónustunnar af lokun hringvegarins verði mun minna en óttast að því fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Í samtali við blaðið segir Erna Hauksdóttir formaður samtaka ferðaþjónustunnar að selflutningar yfir ána hafi bjargað stöðunni og skipulagðar hópferðir því lítið raskast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×