Innlent

Þrír handteknir vegna fíkniefnamáls

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan á Húsavík lagði hald á nokkurt magn af fíkniefnum á sveitabæ í umdæmi sínu í gærkvöld. Lögreglan telur að fíkniefnin tengist hátíðinni Kátir dagar sem fara fram um þessar mundir á Þórshöfn.

Þrír voru handteknir vegna málsins í gærkvöld. Þeim hefur nú verið sleppt enda telst málið upplýst. Um var að ræða um 30 grömm af kannabisefnum og um 10 grömm af amfetamíni. Lögreglan segist hafa notið aðstoðar fíkniefnahunds frá Ríkislögreglustjóra við lausn málsins. Það hafi einvörðungu verið hundinum að þakka að efnin fundust.

Strandmenningarhátíðin „Sail Húsavík" hefst nú um helgina og var nokkuð líf í bænum af því tilefni í gærkvöld. Allt fór vel fram að sögn lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×