Innlent

Kveiktu eld á fjórum stöðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slökkviliðsmenn að störfum í Elliðaárdalnum. Mynd/ HAG.
Slökkviliðsmenn að störfum í Elliðaárdalnum. Mynd/ HAG.
Sinueldur var kveiktur í Elliðaárdalnum, á móts við Starrahóla, seint í gærkvöld. Þegar slökkviliðið kom á staðinn á ellefta tímann var búið að kveikja í á fjórum stöðum. Slökkviliðsmaður sem fréttastofa talaði við segir að eldurinn hafi verið kominn í trjágróður og töluverð hætta hafi skapast á að eldurinn breiddist út. Þó hafi engin hús verið í hættu. Þegar slökkviliðið kom á staðinn voru íbúar í nágrenninu þegar byrjaðir að slökkva í eldinum. Slökkviliðsmenn tóku svo við slökkvistarfinu og voru þeir um 45 mínútur á staðnum.

Þá var slökkviliðið kallað að fjölbýlishúsi í Flúðaseli á fjórða tímanum í nótt vegna reyks í stigagangi. Óttast var að kviknað hefði í einni íbúðinni og var allt tiltækt slökkvilið sent á staðinn. Í ljós kom að panna hafði gleymst á eldavél og olli það reyknum. Fjórir íbúar voru sendir til skoðunar á slysadeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×