Innlent

Sáttafundi slitið - annar fundur ekki verið boðaður

Sáttafundi flugmanna og Icelandair var slitið nú laust fyrir klukkan þrjú eftir að ekki náðist niðurstaða á milli manna. Fundurinn hófst klukkan ellefu í morgun en samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara hefur annar fundur ekki verið boðaður.

Flugmenn Icelandair hafa boðað ótímabundið yfirvinnubann frá klukkan 14 á þriðjudaginn kemur, náist ekki samningar fyrir þann tíma.

Þegar flugmenn undirrituðu samning við Icelandair í byrjun mánaðarins, frestuðu þeir yfirvinnubanninu fram yfir atkvæðagreiðslu um samninginn, sem líkt og kunnugt er var óvænt felldur. Icelandair þurfti að fella niður hátt í tuttugu flugferðir vegna yfirvinnubanns flugmanna í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×