Innlent

Þveröfug þróun í skráningu sumarbúða

salome@365.is skrifar
Börn í Vatnaskógi árið 2006.
Börn í Vatnaskógi árið 2006.
Kreppan virðist hafa haft þveröfug áhrif á skráningafjölda í kristilegar sumarbúðir KFUM og KFUK annars vegar og trúarlega hlutlausu sumarbúðirnar Ævintýraland á Kleppjárnsreykjum hins vegar.

Á meðan skráningum fækkaði verulega hjá Ævintýralandi í kjölfar kreppunnar, jókst aðsókn í sumarbúðir KFUM og KFUK en samkvæmt Þorsteini Arnórssyni, fjármálastjóra KFUM og KFUK á Íslandi var sumarið 2010 besta ár kristilegu sumarbúðanna frá lengingu skólaársins árið 2001.

Í ár virðist þó eitthvað hafa breyst, því skráningum hefur fækkað hjá KFUM og KFUK og eru nú aftur komnar niður í það sem var árin fyrir kreppu, á meðan Ævintýraland upplifir hátt í 30% aukningu á aðsókn frá því í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×