Innlent

Yfirvinnubannið ótímabundið

Mynd/Pjetur
Flugmenn hjá Icelandair hafa boðað ótímabundið yfirvinnubann frá klukkan 14 á þriðjudaginn kemur, hafi ekki samist fyrir þann tíma. Þegar flugmenn undirrituðu samning við Icelandair nýverið, frestuðu þeir yfirvinnubanninu fram yfir atkvæðagreiðslu um samninginn, sem líkt og kunnugt er var óvænt felldur.

Bannið hefði þess vegna getað hafist í gær, en ákveðið var að fresta því fram á þriðjudag. Síðasta yfirvinnubann flugmanna, raksaði ferðum þúsunda ferðamanna.

Samningamenn deilenda komu saman til sáttafundar hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 í morgun, eftir að fundi þeirra lauk í gærkvöldi án árangurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×