Innlent

Sandsílastofninn enn í lægð

Sandsílastofninn er enn í lægð samkvæmt niðurstöðum úr leiðangri  Hafrannsóknarstofnunnar. Farið var um Breiðafjörð, Faxaflóa, Vestmannaeyjar og að Vík. Þetta er sjötta árið sem farið er í slíkan leiðangur, en markmiðið er m.a. að meta breytingar í stofnstærð og afla upplýsinga um styrk árganga sandsíla.

Á öllum svæðum var þéttleiki sandsílis lítill og einnig virtist útbreiðslan vera minni en áður innan hvers svæðið. Við Suðurströndina fannst nánast ekkert af yngra síli. Á Breiðafirði og Faxaflóa fundust auk fjögurra ára sílanna lítilræði af eins til þriggja ára fiskum. Fjöldi seiða frá því í vor var með minnsta móti og fannst mjög lítið við Suðurströndina en meira undan Vesturlandi. Ennig var meðallengd seiða sú minnsta frá því athuganir hófust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×