Innlent

Hraðamyndavélum komið fyrir í umferðargöngum

Innanríkisráðuneytið, ríkislögreglustjóri, Umferðarstofa og Vegagerðin vinna að uppsetningu hraðamyndavélanna.
Innanríkisráðuneytið, ríkislögreglustjóri, Umferðarstofa og Vegagerðin vinna að uppsetningu hraðamyndavélanna.
Hraðamyndavélar verða teknar í notkun í Bolungarvíkurgöngum og Héðinsfjarðargöngum á morgun. Um er að ræða stafræna myndatöku þar sem upplýsingar um hraðabrot eru sendar samstundis til lögreglunnar. Ekki er tekin mynd nema um brot sé að ræða, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Um árabil hafa hraðamyndavélar verið í Hvalfjarðargöngum.

Uppsetning vélanna er liður í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda og er tilgangurinn sá að draga úr ökuhraða á þjóðvegum og fækka umferðarslysum. Umferðaröryggisáætlun er hluti samgönguáætlunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×