Erlent

Lokuðu yfir milljón vefsíðum

Kínversk stjórnvöld lokuðu 1,3 milljón vefsíðum á síðasta ári. Aðgerðirnar tengjast að þeirra sögn ekki takmörkunum á málfrelsi í landinu.

Netnotendum í Kína hefur fjölgað mjög á undanförnum árum og eru þeir orðnir fleiri en heildarmannfjöldi Bandaríkjamanna sem eru rúmlega 311 milljónir en í Kína búa hins vegar um 1,3 milljarðar manna.

Kínversk stjórnvöld gera hvað þau geta til að halda alsherjarreglu og koma þannig í veg fyrir að lýðræðisöfl í landinu styrkist. Liður í þeim aðgerðum er að hindra aðgang almennings að völdu efni á internetinu. Stjórnvöld hafa þannig með ritskoðun komið í veg fyrir að ýmis hugtök og vefsíður komi upp við netleit.

Sem fyrr segir var 1,3 milljónum kínverskra vefsíðna lokað á síðasta ári. Samkvæmt stjórnvöldum tengjast aðgerðirnar ekki takmörkunum á málfrelsi í landinu því þar ríki sannarlega skoðanafrelsi. Aftur á móti vilji þau hindra aðgang að klámi og öðrum óæskilegum vefsíðum, líkt og það er orðað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×