Fjöldamorðingi í My Lai látinn Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2024 11:48 Bandarískur hermaður brennir hús í My Lai í Víetnam 16. mars 1968. Hundruð varnarlausra þorpsbúa voru myrtir og pyntaðir þegar hermenn í leit að liðsmönnum Víetkong gengu þar berserksgang. Vísir/Getty Bandarískur liðsforingi úr Víetnamstríðinu sem var sá eini sem var látinn sæta ábyrgð á fjöldamorðinu alræmda í þorpinu My Lai er látinn, áttræður að aldri. Bandarískir hermenn drápu hundruð óbreyttra borgara í My Lai, þar á meðal konur og börn. William L. Calley yngri var fundinn sekur um að myrða að minnsta kosti 22 óbreytta borgara og dæmdur í lífstíðarhegningarvinnu árið 1971, þremur árum eftir fjöldamorðið sem flokksdeild hans framdi að morgni 16. mars 1968. Hann varði þremur árum í stofufangelsi en var síðan sleppt. Calley lét ekki mikið fyrir sér fara eftir það og hafnaði ítrekað viðtalsbónum. Washington Post staðfesti aðeins andlát hans með því að fá afrit af dánarvottorði hans eftir að blaðinu barst ábending um að Calley væri látinn. Bandaríkjaher hylmdi lengi framan af yfir atburðina í My Lai og lýsti aðgerðinni þar sem vel heppnaðri og reiðarslagi fyrir Víetkonghersveitirnar. Þyrlustórskotaliði sem var ekki sjálfur vitni að þeim en heyrði af því sem hafði gerst kannaði málið og sendi stjórnmálamönnum og yfirmönnum hersins bréf með upplýsingum sem leiddu til opinberrar rannsóknar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var að bandarískir hermenn hefðu myrt 347 manns í My Lai. Víetnömsk yfirvöld telja aftur á móti að 504 hafi verið drepnir. Calley og fleiri hermenn skutu og stungu þorpsbúa með byssustingjum og brenndu heimili. Konum og stúlkum var sumum hópnauðgað áður en þær voru myrtar. Vitni lýstu því að Calley hefði skotið búddistamunk sem lá á bæn og að þegar hann sá ungan dreng reyna að skríða upp úr skurði hafi hann hrint drengnum aftur ofan í og skotið hann. Þrátt fyrir að tugir hermanna hafi upphaflega verið sakaðir um morð í My Lai var William Calley sá eini sem var sakfelldur vegna þess.Vísir/Getty Sagðist iðrast gjörða sinna Herdómstóll hafnaði upphaflega málsvörn Calley um að hann hafi aðeins fylgt skipunum yfirmanns síns. Calley naut samúðar fjölda Bandaríkjamanna sem taldi að hann hefði verið gerður að blóraböggli. Á endanum var refsing hans milduð á þeim forsendum að hann hefði trúað í einlægni að hann fylgdi skipunum og að hann hefði ekki vitað að honum bæri skylda til þess að óhlýðnast ólöglegum skipunum. Mál gegnum öðrum hermönnum, þar á meðal yfirboðurum Calley, fjöruðu út eða voru felld niður. Calley sagði iðrast gjörða sinna þótt hann endurtæki að hann hefði aðeins fylgt skipunum á fundi Kíwanisklúbbs árið 2009. „Það líður ekki sá dagur að ég iðrist ekki þess sem gerðist þennan dag í My Lai. Ég iðrast vegna þeirra Víetnama sem voru drepnir, vegna fjölskyldna þeirra, vegna bandarísku hermannanna sem tóku þátt og fjölskyldna þeirra. Mér þykir þetta mjög leitt,“ sagði hnan. Bandaríkin Víetnam Hernaður Andlát Erlend sakamál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
William L. Calley yngri var fundinn sekur um að myrða að minnsta kosti 22 óbreytta borgara og dæmdur í lífstíðarhegningarvinnu árið 1971, þremur árum eftir fjöldamorðið sem flokksdeild hans framdi að morgni 16. mars 1968. Hann varði þremur árum í stofufangelsi en var síðan sleppt. Calley lét ekki mikið fyrir sér fara eftir það og hafnaði ítrekað viðtalsbónum. Washington Post staðfesti aðeins andlát hans með því að fá afrit af dánarvottorði hans eftir að blaðinu barst ábending um að Calley væri látinn. Bandaríkjaher hylmdi lengi framan af yfir atburðina í My Lai og lýsti aðgerðinni þar sem vel heppnaðri og reiðarslagi fyrir Víetkonghersveitirnar. Þyrlustórskotaliði sem var ekki sjálfur vitni að þeim en heyrði af því sem hafði gerst kannaði málið og sendi stjórnmálamönnum og yfirmönnum hersins bréf með upplýsingum sem leiddu til opinberrar rannsóknar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var að bandarískir hermenn hefðu myrt 347 manns í My Lai. Víetnömsk yfirvöld telja aftur á móti að 504 hafi verið drepnir. Calley og fleiri hermenn skutu og stungu þorpsbúa með byssustingjum og brenndu heimili. Konum og stúlkum var sumum hópnauðgað áður en þær voru myrtar. Vitni lýstu því að Calley hefði skotið búddistamunk sem lá á bæn og að þegar hann sá ungan dreng reyna að skríða upp úr skurði hafi hann hrint drengnum aftur ofan í og skotið hann. Þrátt fyrir að tugir hermanna hafi upphaflega verið sakaðir um morð í My Lai var William Calley sá eini sem var sakfelldur vegna þess.Vísir/Getty Sagðist iðrast gjörða sinna Herdómstóll hafnaði upphaflega málsvörn Calley um að hann hafi aðeins fylgt skipunum yfirmanns síns. Calley naut samúðar fjölda Bandaríkjamanna sem taldi að hann hefði verið gerður að blóraböggli. Á endanum var refsing hans milduð á þeim forsendum að hann hefði trúað í einlægni að hann fylgdi skipunum og að hann hefði ekki vitað að honum bæri skylda til þess að óhlýðnast ólöglegum skipunum. Mál gegnum öðrum hermönnum, þar á meðal yfirboðurum Calley, fjöruðu út eða voru felld niður. Calley sagði iðrast gjörða sinna þótt hann endurtæki að hann hefði aðeins fylgt skipunum á fundi Kíwanisklúbbs árið 2009. „Það líður ekki sá dagur að ég iðrist ekki þess sem gerðist þennan dag í My Lai. Ég iðrast vegna þeirra Víetnama sem voru drepnir, vegna fjölskyldna þeirra, vegna bandarísku hermannanna sem tóku þátt og fjölskyldna þeirra. Mér þykir þetta mjög leitt,“ sagði hnan.
Bandaríkin Víetnam Hernaður Andlát Erlend sakamál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira