Erlent

Óttast hrinu hryðjuverka

Mynd/AP
Hrina hryðjuverka vofir yfir Indverjum eftir að þrjá sprengjur sprungu í helstu viðskiptaborg landsins í gær. Enginn hefur lýst ábyrgð á ódæðinu.

Sprengjurnar sprungu svo gott sem á sama tíma í borginni Mumbai en þeim hafði verið komið fyrir á fjölförnum stöðum til að tryggja að skaðinn yrði sem mestur. Yfir 20 eru látnir og á annað hundrað eru særðir. Enginn hefur lýst ábyrgð á árásunum en margt bendir til þess að pakistanskir öfgamenn hafi verið á ferðinni. Fjölmargir þjóðarleiðtogar sem og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa fordæmt árásirnar.

Þetta er mannskæðasta hryðjuverkaárás sem gerð hefur verið í Mumbai frá árinu 2008 þegar ráðist var á hótel í borginni og um 170 létu lífið.

Mikill viðbúnaður er stærstu borgum Indlands en óttast er að hrina hryðjuverka hefjist í kjölfar atburða gærdagsins. Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands, hefur beðið landsmenn um að sýna stillingu og sagt að ódæðismönnunum verði refsað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×