Innlent

Jarðskjálfti í Kötlu - engin vísbending um gos

Jarðskjálfti varð í Kötlu nú rétt eftir klukkan fjögur og mældist hann 3,1 á richter. Hjörleifur Sveinbjörnsson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að um stakan atburð sé að ræða og ekkert bendi til þess að gos sé að hefjast.

Hjörleifur segir að stakir skjálftar í kringum þrjá á richter verði oft í Kötlu og skjálftinn í dag sé því ekki óeðlilegur. Enginn frekari órói hafi verið í fjallinu, en ef um gos væri að ræða sæist mikil aukning á hreyfingu og óróa á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×