Innlent

Ætla að bæta fjórða vörubílnum við selflutningana

Vaðið er varhugavert enda síðbreytilegt.
Vaðið er varhugavert enda síðbreytilegt.
Til stendur að bæta fjórða sérútbúna vörubílnum við selflutningana og hefur tekist að útvega enn öflugri langferðabifreið í flutninga með fólk yfir Múlakvísl samkvæmt stöðumati Almannavarna um ástandið í Múlakvísl.

Bílarnir eru í stöðugum flutningum yfir ána. Selflutningarnir hefjast að öllu jöfnu, ef aðstæður leyfa, klukkan 7 á morgnana og standa til a.m.k klukkan 23.

Vegagerðin hefur útbúið öflugra vað á Múlakvísl eftir óhappið, sem varð í gær þegar rúta með ferðamenn festist í ánni. Jarðýta er stöðugt í vaðinu til að tryggja öryggi bifreiða.

Vegagerðarinnar unnið allan sólarhringinn við gerð bráðabirgðabrúar og gengur verkið vel samkvæmt stöðumatinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×