Innlent

Síbrotamanni gert að fara í meðferð

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.
Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir fjölmörg afbrot. Dómurinn er skilorðsbundinn þar sem maðurinn féllst á að leita sér aðstoðar vegna vímuefnaneyslu sinnar.

Maðurinn er síbrotamaður í skilningi laganna en hann var sakfelldur fyrir 13 þjófnaðarbrot, tilraun til þjófnaðar auk annarra brota.

Brotahrinan hófst nánast um leið og maðurinn lauk afplánun eftir annan fangelsisdóm.

Maðurinn féllst á að fara í meðferð og skal hann hefja dvöl innan viku frá því dómur er kveðinn upp. Því var refsing hans skilorðsbundin til þriggja ára. Ef maðurinn hættir meðferð gegn læknisráði skal hann þegar í stað hefja afplánun á tveggja ára dómnum.

Kona sem var í vitorði með honum var dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×