Innlent

Mestur kynjamunur á stjórnendum Íslandsbanka

salome@365.is skrifar
Könnun á kynjahlutfalli í stjórnum og framkvæmdastjórnum stóru viðskiptabankanna þriggja og dótturfélaga þeirra í bankaskýrslu ríkisins árið 2010 sýnir að alls staðar voru konur í minnihluta.

Eins og þau voru á síðasta ári stóðust kynjahlutföll í stjórnum Íslandsbanka og dótturfélaga hans, sem og í stjórnum dótturfélaga Arion banka, ekki þær kröfur sem gerðar eru í breytingu á lögum um einkahlutafélög, en hún mun taka gildi þann 1. september árið 2013.

Af bönkunum þremur var hlutfall kvenna lægst í stjórn og framkvæmdarstjórn Íslandsbanka eða 33%, en hæst var það 44% í stjórn og framkvæmdarstjórn Landsbankans og dótturfélaga.

Tryggvi Hallgrímsson, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir það hafa verið gegnumgangandi vandamál í fjármálageiranum að karlmenn veljist heldur í stjórnunarstöður á meðan mikill meirihluti gjaldkerastarfa séu í höndum kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×