Innlent

Líklega jarðhiti sem orsakaði hlaup

Hugrún Halldórsdóttir skrifar
Mýrdalsjökull.
Mýrdalsjökull.
Ekki er hægt að útiloka að lítið gos hafi orðið undir Mýrdalsjökli segir jarðeðlisfræðingur.

Sjálfvirkir mælar Veðurstofunnar næst sigkötlunum syðst í Mýrdalsjökli hafa sýnt lítinn sem engan óróa frá miðnætti í nótt og virðist ekkert benda til eldsumbrota í Kötlu.

Ekki er vitað hvort að lítið gos hafi orðið undir jöklinum, en vísindamenn frá Háskóla Íslands hafa annast sýnatökur á svæðinu frá upphafi hlaupsins í því skyni að fá úr því skorið. Þeir eru nú komnir til Reykjavíkur til að rannsaka sýnin og er gert ráð fyrir að sú vinna varpi ljósi á atburði helgarinnar nú síðar í dag.

Gunnar Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands telur líklegast að jarðhiti hafi orsakað hlaupið.

Hann segir þó engar GPS-mælingar hafa bent til eldsumbrota en til að fá betur úr því skorið verði að efnagreina vatnið og tíðnigreina jarðskjálftagögnin betur. Gunnar telur að hlaupið geti verið undanfari eldgoss en bendir á að hlaupið sem nú varð í Múlakvísl líkist hlaupinu sem varð þar árið 1955, en þá gaus ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×