Íslenski boltinn

Hólmfríður: Fer pottþétt út aftur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hólmfríður í Valsgallanum.
Hólmfríður í Valsgallanum. mynd/valur.is
"Ég er komin heim til að spila. Ég hef ekki verið að spila mikið síðustu vikur og sá ekki fram á að spila næstu tólf vikur. Það er slæmt því það eru tólf vikur í næsta landsleik. Ég er því að hugsa um sjálfa mig og landsliðið," sagði Hólmfríður Magnúsdóttir, nýjasti liðsmaður kvennaliðs Vals, í samtali við fótbolta.net.

Hólmfríður fékk sig lausa undan samningi við Philadelphia Independence þar sem hún hefur verið undanfarin tvö ár.

"Þjálfarinn vildi ekki losna við mig en skildi mig vel því ég þarf leiki. Þau leyfðu mér að fara en vilja fá mig aftur fyrir næsta tímabil. Þetta var því allt gert í góðu og ég fer pottþétt út aftur."

Það eru aðeins nokkrir dagar síðan málið kom upp og allt gekk allt hratt fyrir sig. Hólmfríður sagði að Valur hefði verið eini kosturinn í stöðunni.

"Mér finnst spennandi tímar fram undan hjá Val. Eru í titilbaráttu, bikarúrslitum og Evrópukeppni. Það verður gaman að hjálpa liðinu. Ég hef alltaf sagt að ég myndi aldrei fara í Val en maður á greinilega aldrei að segja aldrei," sagði Hólmfríður sem er KR-ingur að upplagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×