Sam Hewson: Toddi er skemmtilegur þjálfari Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júlí 2011 10:00 Sam Hewson, fyrrum fyrirliði varaliðs Manchester United, var eldhress þegar blaðamaður hitti á hann í Safamýrinni í gær. Hewson vonast eftir því að semja við Framara. „Mér líst vel á þetta. Strákarnir hjá Fram eru búnir að taka vel á móti mér og þjálfarinn hefur verið fínn. Ég skemmti mér vel,“ segir Englendingurinn. Hewson hefur verið í tæpa viku á Íslandi og líst ágætlega á aðstæður. „Ég hef æft með liðinu frá því á þriðjudag. Ég sá fyrsta sigurleikinn í vikunni og er virkilega ánægður.“ Hewson tekur þó ekki undir með blaðamanni að nærvera hans hafi haft þau áhrif að fyrsti sigurinn hafi komið í hús gegn Víkingum. „Ég myndi ekki segja það. Vonandi getum við haldið áfram og náð í sigur á sunnudaginn.“ Hewson segir ekki mikið hafa komið honum á óvart á æfingum hjá Fram miðað við það sem hann á að venjast. Hann er þó ánægður með æfingar sem séu skemmtilegar. „Toddi (Þorvaldur Örlygsson) er góður í að fá menn til þess að hafa gaman af æfingum með sendingaræfingum og fleira. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt,“ segir enski miðjumaðurinn. Hewson var fyrirliði varaliðs Manchester United og var meðal annars í leikmannahópi aðalliðsins í Meistaradeildinni gegn Roma árið 2007. „Svoleiðis gerast hlutirnir. Stundum gengur vel, stundum ekki. En ég vona að ég geti haldið ferlinum gangandi hérna hjá Fram,“ segir Sam sem spilaði með Altringham í 5. deild enskrar knattspyrnu síðastliðinn vetur. Hann segir varaliðinu hafa gengið ágætlega þegar hann spilaði hjá liðinu. „Já, við stóðum okkur vel. Við höfðum gott lið og stráka sem náðu vel saman. Vonandi get ég miðlað af þessari reynslu til Fram. Við sjáum hvað setur.“ Hewson spilaði undir stjórn Skotans Brian McClair. Var ekki erfitt að spila undir stjórn Skota? „Nei, það var alls ekki slæmt. Reyndar mjög fínt. Hann er mjög fínn,“ segir Hewson um McClair sem var mikill markaskorari á árum áður hjá United. Sam Tillen, vinstri bakvörður Framara, hefur verið Hewson innan handar fyrstu dagana í Reykjavík. Ætli Hewson hafi ekki orðið fyrir miklum vonbrigðum með að það væri nú þegar einn Sam hjá félaginu? „Nei, (hlær). Sam hefur séð vel um mig. Hann er góður félagi.“ Aðspurður hvort sú staðreynd að Fram og Sam ríma gefi ekki til kynna farsælt samstarf hlær Hewson: „Kannski, við verðum að sjá til.“ Veður hefur verið gott á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Hewson var léttklæddur í Safamýrinni í dag og líkaði veðrið greinilega ágætlega. „Það kom mér á óvart. Búið að vera sól síðan ég kom. Ég vissi ekki á hverju ég átti von svo ég er mjög ánægður. Betra en enska veðrið. Það er búið að rigna í allt sumar.“ Hewson var áhorfandi í Víkinni á mánudagskvöld þegar Steven Lennon tryggði Frömurum fyrsta sigurinn í Pepsi-deildinni í sumar. „Mér fannst strákarnir gera vel. Þetta var ekki áferðafallegur fótbolti. En úrslitin skipta öllu máli. Vonandi gefur sigurinn liðinu sjálfstraust,“ segir Hewson. Hewson segist vonast eftir því að vera hjá Fram-liðinu til lengri tíma. „Ég vona það. Við sjáum hvað gerist. Ég er tilbúinn að vera til langs tíma ef þjálfarinn vill fá mig,“ sagði Englendingurinn geðþekki. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Sam Hewson, fyrrum fyrirliði varaliðs Manchester United, var eldhress þegar blaðamaður hitti á hann í Safamýrinni í gær. Hewson vonast eftir því að semja við Framara. „Mér líst vel á þetta. Strákarnir hjá Fram eru búnir að taka vel á móti mér og þjálfarinn hefur verið fínn. Ég skemmti mér vel,“ segir Englendingurinn. Hewson hefur verið í tæpa viku á Íslandi og líst ágætlega á aðstæður. „Ég hef æft með liðinu frá því á þriðjudag. Ég sá fyrsta sigurleikinn í vikunni og er virkilega ánægður.“ Hewson tekur þó ekki undir með blaðamanni að nærvera hans hafi haft þau áhrif að fyrsti sigurinn hafi komið í hús gegn Víkingum. „Ég myndi ekki segja það. Vonandi getum við haldið áfram og náð í sigur á sunnudaginn.“ Hewson segir ekki mikið hafa komið honum á óvart á æfingum hjá Fram miðað við það sem hann á að venjast. Hann er þó ánægður með æfingar sem séu skemmtilegar. „Toddi (Þorvaldur Örlygsson) er góður í að fá menn til þess að hafa gaman af æfingum með sendingaræfingum og fleira. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt,“ segir enski miðjumaðurinn. Hewson var fyrirliði varaliðs Manchester United og var meðal annars í leikmannahópi aðalliðsins í Meistaradeildinni gegn Roma árið 2007. „Svoleiðis gerast hlutirnir. Stundum gengur vel, stundum ekki. En ég vona að ég geti haldið ferlinum gangandi hérna hjá Fram,“ segir Sam sem spilaði með Altringham í 5. deild enskrar knattspyrnu síðastliðinn vetur. Hann segir varaliðinu hafa gengið ágætlega þegar hann spilaði hjá liðinu. „Já, við stóðum okkur vel. Við höfðum gott lið og stráka sem náðu vel saman. Vonandi get ég miðlað af þessari reynslu til Fram. Við sjáum hvað setur.“ Hewson spilaði undir stjórn Skotans Brian McClair. Var ekki erfitt að spila undir stjórn Skota? „Nei, það var alls ekki slæmt. Reyndar mjög fínt. Hann er mjög fínn,“ segir Hewson um McClair sem var mikill markaskorari á árum áður hjá United. Sam Tillen, vinstri bakvörður Framara, hefur verið Hewson innan handar fyrstu dagana í Reykjavík. Ætli Hewson hafi ekki orðið fyrir miklum vonbrigðum með að það væri nú þegar einn Sam hjá félaginu? „Nei, (hlær). Sam hefur séð vel um mig. Hann er góður félagi.“ Aðspurður hvort sú staðreynd að Fram og Sam ríma gefi ekki til kynna farsælt samstarf hlær Hewson: „Kannski, við verðum að sjá til.“ Veður hefur verið gott á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Hewson var léttklæddur í Safamýrinni í dag og líkaði veðrið greinilega ágætlega. „Það kom mér á óvart. Búið að vera sól síðan ég kom. Ég vissi ekki á hverju ég átti von svo ég er mjög ánægður. Betra en enska veðrið. Það er búið að rigna í allt sumar.“ Hewson var áhorfandi í Víkinni á mánudagskvöld þegar Steven Lennon tryggði Frömurum fyrsta sigurinn í Pepsi-deildinni í sumar. „Mér fannst strákarnir gera vel. Þetta var ekki áferðafallegur fótbolti. En úrslitin skipta öllu máli. Vonandi gefur sigurinn liðinu sjálfstraust,“ segir Hewson. Hewson segist vonast eftir því að vera hjá Fram-liðinu til lengri tíma. „Ég vona það. Við sjáum hvað gerist. Ég er tilbúinn að vera til langs tíma ef þjálfarinn vill fá mig,“ sagði Englendingurinn geðþekki.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira