Innlent

Sátt milli kirkju og kvenna undirrituð í dag

Ólafur Skúlason, fyrrum biskup Íslands.
Ólafur Skúlason, fyrrum biskup Íslands.
Sátt verður undirrituð í dag milli Þjóðkirkjunnar annars vegar og Dagbjartar Guðmundsdóttur, Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur og Stefaníu Þorgrímsdóttur hinsvegar. Guðrún Ebba Ólafsdóttir á ekki aðild að þeirri sátt.

Fimm manna nefnd, sem skipuð var á aukakirkjuþingi í vor til fjalla um niðurstöðu skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings, hefur átt í sáttarviðræðum við konurnar á undanförnum vikum og er sáttin liður í því að vinna úr tillögum rannsóknarnefndarinnar um úrbætur í málum er varða kynferðisbrot innan kirkjunnar.

Auk þeirra bóta sem veittar verða konunum kemur fram í samningunum áætlað samstarf kvennanna með kirkjunni um það hvernig bæta megi forvarnir og viðbrögð kirkjunnar þegar það kemur að kynferðisofbeldi.

Nefnd á vegum kirkjuþings mun vinna áfram umbótatillögum og leggja fyrir næsta kirkjuþing sem haldið verður í nóvember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×