Axel Bóasson úr Keili lék stórkostlegt golf á fyrsta degi Íslandsmótsins í höggleik í dag. Axel lék á 65 höggum og jafnaði vallarmetið í Leirunni.
Metið hafði staðið í tíu ár en það átti Gunnar Þór Jóhannsson. Axel hefði hæglega getað bætt metið en hann missti stutt pútt á lokaholunni.
Axel er því efstur á mótinu á sjö höggum undir pari. Kristján Þór Einarsson lék einnig frábærlega í dag og er höggi á eftir Axel.
Fjölmargir kylfingar eiga enn eftir að koma í hús en ólíklegt verður að teljast að einhver þeirra eigi eftir að skáka Axel sem spilaði nánast óaðfinnanlegt golf.
Axel jafnaði vallarmetið
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn



