Innlent

Bíræfinna byssumanna leitað við Borgarfjörð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan leitar byssumannanna.
Lögreglan leitar byssumannanna. Mynd/Pjetur
Skotið var með haglabyssu á gröfu í malargryfju skammt frá bænum Þverholtum á Mýrum á þriðjudag fyrir viku. Nokkrar rúður brotnuðu í gröfinni og einnig urðu fleiri skemmdir á tækinu, að því er fram kemur á vef Skessuhorns. Skothvellirnir heyrðust til næstu bæja og sást til tveggja ungra manna á hlaupum og síðan í akstri á gömlum rauðum Volkswagen Golf sem líklegast var með númerið OG og þrjá tölustafi þar á eftir.

Skessuhorn segir að verknaðurinn þyki nokkuð bíræfinn svo nærri byggð og um hábjartan dag. Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um þetta mál eru beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 433-7613. Talið er að mennirnir tveir séu um tvítugt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×