Innlent

Líst afar illa á útflutningsskatt

JMI skrifar
„Versta hugmynd sem ég hef heyrt," segir framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins um tillögu Lilju Mósesdóttur að leggja tíu prósent skatt á útflutningsvörur Íslendinga.

Lilja Mósesdóttir sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að setja ætti sérstakan 10% skatt á útflutningsfyrirtæki til að leiðrétta mismuninn á gengi krónunnar.

Orra Haukssyni, framkvæmdastjóra Samtaka Iðnaðarins, lýst illa á þessa hugmynd Lilju. Orri bendir á að þau fyrirtæki sem eru með starfsemi um allan heim muni draga úr starfsemi sinni á Íslandi ef það kostar mun meira að flytja vörur héðan en frá öðrum stöðum. Hann segir stjórnvöld oft búast við því að fólk bregðist ekki við nýjum sköttum. Að hægt sé að fá prósentu af sömu tekjum og í fyrra.

Orri segir jafnframt að skattur á útflutning muni hafa mikil áhrif á staðbundna framleiðslu eins og sjávarútveginn.


Tengdar fréttir

Vill sérstakan skatt á útflutningsfyrirtækin

Setja ætti sérstakan skatt á vörur sem fluttar eru út frá landinu, segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður utan flokka. Lilja sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að með því að leggja um 10% skatt á útflutningsfyrirtæki væri hægt að ná inn 80 milljörðum í ríkissjóð án þess að útflutningsfyrirtæki, eins og sjávarútvegsfyrirtæki finndu mikið fyrir því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×