Innlent

Eru strandaglópar í Skotlandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Flugvél Iceland Express millilenti í Skotlandi þegar viðvörunarljós fóru í gang.
Flugvél Iceland Express millilenti í Skotlandi þegar viðvörunarljós fóru í gang.
Flugvél Iceland Express frá Kaupmannahöfn sem lenda átti á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag, varð að lenda af öryggisástæðum á flugvellinum í Innernes í Skotlandi. Engin hætta reyndist á ferðum, en viðvörunarljós virðist hafa bilað. Um borð voru 146 farþegar og áhöfn. 

Upplýsingafulltrúi Iceland Express segir að mikill meirihluti farþeganna sé útlendingar sem eigi bókað framhaldsflug með Iceland Express til New York í Bandaríkjunum og Winnipeg í Kanada. Því sé ljóst að flugi til þessara staða muni seinka um einhverjar klukkustundir.

Flugvirkjar munu yfirfara flugvélina og verið er að kanna möguleika á að fá aðra flugvél til að fljúga með farþegana til Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×