Innlent

Segir kjósendur ekki geta refsað stjórnmálaflokkum með persónukjöri

Haukur Arnþórsson, doktor í stjórnsýslufræði.
Haukur Arnþórsson, doktor í stjórnsýslufræði. Mynd/GVA
Haukur Arnþórsson, doktor í stjórnsýslufræði, telur nýtt stjórnarskrárfrumvarp koma í veg fyrir að kjósendur geti refsað stjórnmálaflokkum í þingkosningum. Persónukjör án kjördæma sé marklaust. Hann telur það rangt að kjósendum sé gefinn kostur á að kjósa marga flokka, líkt og stjórnarskrárdrög stjórnlagaráðs, gerir ráð fyrir.

Þó atkvæðahlutarnir séu fleiri en ella segir Haukur persónukjör ganga enn lengra í sömu átt og gert er í prófkjörum. Menn geti myndað stjórnarandstöðu innan flokks.

Haukur segir flokkar hafa lykilhlutverki að gegna í þingræði. Ef stjórnmálamenn mynda stjórnarandstöðu innan flokks geti ríkisstjórn hvorki staðið né fallið.

Haukur segir stjórnarskrárdrögin opna á það að kjördæmin verði lögð niður í heild eða að hluta. Hann telur það jafnvel vera mannréttindabrot að fella niður kjördæmaskiptingu, sérstaklega ef um persónukjör er að ræða. Á Íslandi séu allar forsendur fyrir kjördæmaskiptingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×