Innlent

Fyrsta tölublað búnaðarblaðsins Freyju komið út

Mynd/Stefán
Í dag kom út fyrsta tölublað búnaðarblaðsins Freyju, samvinnuverkefni þriggja einstaklinga sem töldu að bregðast þyrfti við skorti á útgáfu fag- og fræðsluefnis fyrir bændur og áhugafólk um landbúnað.

Blaðið er fyrst og fremst gefið út á netinu og er öllum aðgengilegt, án endurgjalds. Í inngangsorðum ritstjórnar í blaðinu segir að markmið útgáfunnar sé „að starfa í þágu landbúnaðarins og miðla fjölbreyttum fróðleik bæði til gagns og ánægju fyrir lesendur".

Frá því búnaðarblaðið Freyr hætti að koma út hefur útgáfa af þessu tagi legið niðri, en útgefendur blaðsins vona að útgáfan hljóti hljómgrunn meðal bænda, fræðimanna og allra áhugamanna um íslenskan landbúnað.

Hægt er að nálgast blaðið á heimasíðu útgáfufélagsins www.sjarminn.is, en fyrsta tölublaðið má einnig finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×