Innlent

Níu nauðgunarmál eftir verslunarmannahelgi

Frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Alls hafa níu nauðgunarmál komið upp eftir verslunarmannahelgina. Þrjár nauðganir hafa verið kærðar til lögreglu.

Tilkynnt var um tvær nauðganir í höfuðborginni um helgina. Önnur átti sér stað í heimahúsi, og hefur hún verið kærð, en hin á skemmtistað. Ein nauðgun var tilkynnt til lögreglunnar á Akureyri eftir helgina, en engin kæra hefur borist. Sex nauðganir komu upp á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum samkvæmt upplýsingum frá neyðarmóttöku Landspítalans.

Lögreglan á Selfossi rannsakar fjögur mál en einungis tvær kærur hafa borist. Lögreglan óskaði í dag eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir hálfþrítugum manni, sem grunaður er um að hafa nauðgað konu við salernisaðstöðu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Farið var fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en dómarinn tók sér frest þangað til klukkan tíu í fyrramálið til að kveða upp úrskurð sinn. Þangað til verður maðurinn í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×