Innlent

Útskrifuð af sjúkrahúsi eftir líkamsárás

Sextán ára stúlka sem var barin í höfuðið með hamri af jafnöldru sinni í Kópavogi í nótt hefur verið útskrifuð af slysadeild. Stúlkan sem réðst á hana verður kærð fyrir grófa líkamsárás en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún áður komist í kast við lögin, m.a. vegna ofbeldisbrota. Sauma þurfti tuttugu og þrjú spor í höfuð stúlkunnar en hún reyndist ekki höfuðkúpubrotin. Ofbeldisstúlkan var handtekinn skömmu eftir árásina ásamt kærasta sínum en þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum. Stúlkurnar þekktust lítillega en greindi á um eitthvað sem leiddi til árásarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×