Innlent

Rannsókn lokið á máli fyrrverandi fangelsisstjóra á Kvíabryggju

Kvíabryggja
Kvíabryggja Mynd úr safni / Þráinn
Lögreglan hefur lokið rannsókn á máli Geirmundar Vilhjálmsson, fyrrverandi fangelsisstjóra á Kvíabryggju. Málið verður sent til ríkissaksóknara á næstu dögum sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verður gefin út.

Geirmundur var handtekinn og húsleit gerð á heimili hans í mars vegna gruns um stórfelldan fjárdrátt á meðan hann gegndi starfi sínum á Kvíabryggju. Honum var vikið frá störfum á síðasta ári eftir að Fangelsismálastofnun beindi því til ráðuneytis dómsmála að rannsaka fjármál fangelsisins á Kvíabryggju. Þá hefur Ríkisendurskoðun gert alvarlegar athugasemdir við fjárreiður fangelsisins.

Rannsókn málsins tók nokkuð lengri tíma en búist var við vegna þess hversu umfangsmikið það er.

Talið er að Geirmundur hafi notað fé og eigur fangelsins til einkanota. Meðal annars er hann grunaður um að hafa notað greiðslukort fangelsisins í eigin þágu, og að hafa selt vörubíl í eigu ríkisins, sem fangelsið hafði til afnota, hirt sjálfur ágóðann en tilkynnt fangelsismálayfirvöldum að bíllinn hafi verið ónýtur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×