Innlent

Ísland heiðursgestur bókamessunnar í Frankfurt - 200 bækur þýddar

Frankfurt, Þýskalandi.
Frankfurt, Þýskalandi.
Um tvö hundruð íslenskar bækur hafa verið þýddar á þýsku í tilefni af bókamessunni í Frankfurt en Ísland er heiðursgestur messunnar í ár.

Þetta kom fram á kynningarfundi sem skipuleggjendur verkefnisins héldu í dag. Þar var íslenski skálinn kynntur til sögunnar en þar er margmiðlunartækni notuð á nýstárlegan hátt og geta gestir virt fyrir sér bókasöfn á heimilum Íslendinga og hlustað á upplestra.

Í máli Halldórs Gunnarssonar, skipuleggjanda verkefnisins, kom fram að nú þegar væri þetta orðin umfangsmesta bókakynning Íslendinga á erlendri grundu til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×