Það var meira en lítið misjafnt við ökumanninn, sem lögreglan í Borgarfirði stöðvaði í fyrrakvöld vegna gruns um fíkniefnaakstur.
Við leit í bílnum fannst mikið af haglaskotum, en hann hefur ekki byssuleyfi. Að sögn Skessuhorns fannst líka flaska af heimabrugguðum landa og við húsleit heima hjá honum í Búðardal, fannst enn meira af haglaskotum og óskráð haglabyssa, sem var líklega stolið í innbroti á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum árum.
Hann missir nú ökuréttindin og á margvíslegar sektir yfir höfði sér.
Innlent