Innlent

Tíu kílómetra maraþon í rafmagnshjólastól

Andri Valgeirsson er einn þeirra sjö þúsund hlaupara sem hafa skráð sig til þátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu, sem fer fram laugardaginn 20 ágúst næstkomandi. Þrátt fyrir mikinn fjölda hlaupara má gera ráð fyrir því að Andri komi til með að skera sig sýnilega úr fjöldanum. Andri er nefnilega bundinn við rafmagnshjólastól.

Íþróttamaðurinn rafknúni er meðlimur hóps sem kallar sig Götuhernaðurinn. Hópurinn samanstendur af ungmennum sem vilja vekja athygli á málefnum hreyfihamlaðra. „Við viljum sýna fram á að við erum ekki öll einhverjir fýlupúkar, vælandi yfir of lágum bótum. Við getum gert það sem hugurinn ber okkur og við viljum sýna það í jákvæðu ljósi."

Götuhernaðurinn hefur gert kynningarmyndband sem sýnir þjálfun Andra fyrir þolraunina, og fylgir það með fréttinni. Andri hyggst fara tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu og safnar nú áheitum fyrir Sjálfsbjörgu, landssamband fatlaðra.

Hægt er að heita á Andra á vefnum hlaupastyrkur.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×