Öll fjögur hlaupin undir Mýrdalsjökli komið að óvörum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. júlí 2024 20:31 Magnús Tumi ræddi jökulhlaupið og yfirstandandi jarðhræringatímabil hér á landi í Kvöldfréttum. Vísir/Vilhelm Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli er í rénun. Prófessor í jarðeðlisfræði segir öll fjögur jökulhlaupin sem hafa orðið úr jöklinum eftir Kötlugos 1918 hafa komið án fyrirvara. Af þeim hafi jökulhlaupið í gær verið það minnsta. Magnús Tumi Guðmundsson ræddi við Sindra í Kvöldfréttum. Aðspurður segir hann atburðinn ekki teljast stór en hann sé sá fjórði af þessu tagi í Mýrdalsjökli eftir stóra Kötlugosið 1918. „Og 1955 kom hlaup, og tók býr. 1999 kom [hlaup] í jökulá á Sólheimasandi. Svo kom hlaupið 2011 sem tók brúna við Múlakvísl og svo þessi núna sem skemmti veginn en tók þó ekki brúna,“ segir Magnús Tumi. Hlaupið í gær hafi verið minnsti atburðurinn af þeim fjórum sem hann taldi upp en þó valdið verulegum skemmdum. „Þetta er jarðhiti sem veldur þessu. Það er mjög athyglisvert að við erum að sjá þetta í fjórða sinn og í öllum tilfellum kemur þetta okkur að óvörum. Það hefur ekki verið hægt að spá þessu.“ Skjálftar að hlaupi loknu Það var skjálftavirkni í Mýrdalsjökli í nótt, eru þið enn á því að hún sé ekki fyrirboði um gos? „Þetta sjáum við þegar það koma hlaup. Þau eru flest svo lítil að við vitum eiginlega ekkert af þeim. En á tíu, tuttugu ára fresti hafa komið þessir atburðir sem eru þetta stórir að þeir skemma.“ Magnús Tumi segir jökulhlaup alla jafna verða á tímabilinu lok júní til seint í júlí. „Það er þá þegar vatnsrennslið tengist inn í öskjuna þar sem jarðhitinn er, og ef það hefur safnast mikið vatn í einhvern sigkatlanna, eins og hefur gerst, þá fáum við þessi hlaup sem verða. Og þá minnkar vatnsþrýstingurinn og breytist í kerfið og það virðist framkalla jarðskjálftana,“ segir Magnús Tumi. Jarðskjálftarnir komi eftir á, en ekki fyrir, eins og í flestum eldgosum. Kemur í öldum Sindri bendir á að undanfarin fjögur ár hafi Magnús Tumi verið tíður gestur í fjölmiðlum vegna jarðhræringa hér á landi. Hann spyr hvort nú sé gengið í garð tímabil mikilla jarðhræringa. „Það verða eldgos á Íslandi að meðaltali á tveggja, þriggja ára fresti ef við teljum þessi gos sem verða núna í Kröflueldum, tíu gos og svo framvegis. Það koma tímabil þar sem mikið er að gerast og við erum þar núna varðandi Grindavíkursvæðið eða Reykjanesskagann.“ Því muni linna, en ekki sé hægt að segja til hvenær. Þá komi rólegri tímabil inn á milli. „Það kom Eyjafjallajökulsgos 2010 og svo kom Grímsvatnagos 2011. Og svo í Holuhrauni og Öskjusigi í Bárðarbungu 2014-15. Það var mjög mikið að gerast á þessum tíma og þetta kemur svona í öldum. Þannig að við verðum bara að taka því. Þetta er eitthvað sem fylgir því að búa á Íslandi.“ Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson ræddi við Sindra í Kvöldfréttum. Aðspurður segir hann atburðinn ekki teljast stór en hann sé sá fjórði af þessu tagi í Mýrdalsjökli eftir stóra Kötlugosið 1918. „Og 1955 kom hlaup, og tók býr. 1999 kom [hlaup] í jökulá á Sólheimasandi. Svo kom hlaupið 2011 sem tók brúna við Múlakvísl og svo þessi núna sem skemmti veginn en tók þó ekki brúna,“ segir Magnús Tumi. Hlaupið í gær hafi verið minnsti atburðurinn af þeim fjórum sem hann taldi upp en þó valdið verulegum skemmdum. „Þetta er jarðhiti sem veldur þessu. Það er mjög athyglisvert að við erum að sjá þetta í fjórða sinn og í öllum tilfellum kemur þetta okkur að óvörum. Það hefur ekki verið hægt að spá þessu.“ Skjálftar að hlaupi loknu Það var skjálftavirkni í Mýrdalsjökli í nótt, eru þið enn á því að hún sé ekki fyrirboði um gos? „Þetta sjáum við þegar það koma hlaup. Þau eru flest svo lítil að við vitum eiginlega ekkert af þeim. En á tíu, tuttugu ára fresti hafa komið þessir atburðir sem eru þetta stórir að þeir skemma.“ Magnús Tumi segir jökulhlaup alla jafna verða á tímabilinu lok júní til seint í júlí. „Það er þá þegar vatnsrennslið tengist inn í öskjuna þar sem jarðhitinn er, og ef það hefur safnast mikið vatn í einhvern sigkatlanna, eins og hefur gerst, þá fáum við þessi hlaup sem verða. Og þá minnkar vatnsþrýstingurinn og breytist í kerfið og það virðist framkalla jarðskjálftana,“ segir Magnús Tumi. Jarðskjálftarnir komi eftir á, en ekki fyrir, eins og í flestum eldgosum. Kemur í öldum Sindri bendir á að undanfarin fjögur ár hafi Magnús Tumi verið tíður gestur í fjölmiðlum vegna jarðhræringa hér á landi. Hann spyr hvort nú sé gengið í garð tímabil mikilla jarðhræringa. „Það verða eldgos á Íslandi að meðaltali á tveggja, þriggja ára fresti ef við teljum þessi gos sem verða núna í Kröflueldum, tíu gos og svo framvegis. Það koma tímabil þar sem mikið er að gerast og við erum þar núna varðandi Grindavíkursvæðið eða Reykjanesskagann.“ Því muni linna, en ekki sé hægt að segja til hvenær. Þá komi rólegri tímabil inn á milli. „Það kom Eyjafjallajökulsgos 2010 og svo kom Grímsvatnagos 2011. Og svo í Holuhrauni og Öskjusigi í Bárðarbungu 2014-15. Það var mjög mikið að gerast á þessum tíma og þetta kemur svona í öldum. Þannig að við verðum bara að taka því. Þetta er eitthvað sem fylgir því að búa á Íslandi.“
Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira