Innlent

Fálkaunginn dafnar vel í Húsdýragarðinum

Fálkaunginn sem var fluttur særður frá Akureyri til Reykjavíkur fyrir tæpri viku er orðinn aðalstjarna Húsdýragarðsins. Þar dvelur hann í veglegu búri, fær lambakjöt í gogginn og hlýðir á fallega tóna.

Unginn fálkinn var sendur af lögreglu með fangaflugi til Reykjavíkur síðastliðinn miðvikudag eftir að hafa fundist vannærður og illa farinn við Norður-Rauðalæk í Hörgársveit. Hann hefur upp frá því notið aðhlynningar í Húsdýragarðinum og virðist vera að braggast.

Unginn er nú í góðu ásigkomulagi en búið er að flytja hann í veglegra búr til að hvetja hann til hreyfingar. Þá hefur matarlyst ungans batnað heldur betur, enda jafnast Húsdýragarðurinn á við fimmstjörnu veitingastað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×