Innlent

Bernaisesósuís í Hveragerði

Þessi unga stelpa skemmti sér konunglega á Ísdeginum í fyrra.
Þessi unga stelpa skemmti sér konunglega á Ísdeginum í fyrra. Mynd/kjörís
Hvergerðingar búast við um 15 þúsund manns í bæinn í dag en Ísdagurinn verður haldinn hátíðlegur þar. Þar gefst gestum og gangandi kostur á að smakka ýmsar furðulegar tegundir af ís og má þar nefna sláturís, bearnaisesósuís, hvítlauksís, og hverarúgbrauðsís svo eitthvað sé nefnt. Ísdælurnar voru opnaðar klukkan 13:30 og Ingó úr Veðurguðunum og nokkrir íbúar Latabæjar byrja að skemmta fólki klukkan 14.

„Þetta er skemmtilegasti dagur ársins hjá okkur í Kjörís og í raun hápunktur sumarsins. Stemmningin er frábær og gaman að fá svona margar fjölskyldur í ísrúnt til Hveragerðis sama daginn,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss, í tilkynningu.

Ísdagurinn er haldinn í samstarfi við Blómstrandi daga bæjarins en búist er við miklum fjölda gesta enda verðurspáin góð. Árlega hafa um tvö tonn af ís runnið niður í gesti bæjarhátíðarinnar í Hveragerði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×