Innlent

Skuldir íslenska ríkisins fylla átján flutningabíla

Hér má sjá hálfa milljón íslenskra króna, en alls þyrfti átján flutningabíla til að rúma skuldir íslenska ríkisins í reiðufé.
Hér má sjá hálfa milljón íslenskra króna, en alls þyrfti átján flutningabíla til að rúma skuldir íslenska ríkisins í reiðufé.
Átján flutningabíla þyrfti til að flytja skuldir ríkisins á milli staða í reiðufé, en skuldir Bandaríkjanna í seðlum gætu fyllt Frelsisstyttuna margfalt.

Stærsta ástæða titringsins á alþjóðlegum fjármálamörkuðum er hinn mikli skuldavandi stórþjóða á borð við Bandaríkin. Skuldirnar eru hins vegar orðnar svo miklar að venjulegt fólk á í vandræðum með að sjá upphæðirnar fyrir sér, en bandaríska heimasíðan Kleptocracy sýnir skuldirnar í viðráðanlegu formi.

Séu heildarskuldir ríkisins, tæpir 1700 milljarðar í upphafi ársins, reiknaðar eftir ögn óhefðbundnari leiðum, kemur í ljós að ríkið skuldar 366 rúmmetra af fimmþúsundköllum. Þetta þýðir að ef það ætti að flytja skuldir ríkisins á milli staða í reiðufé, þá myndi ekkert minna duga en 18 Volvo A35 flutningabifreiðar undir hlassið af fimmþúsundköllunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×