Innlent

Kæra Sjálfstæðisflokksins uppfyllti ekki skilyrði um opinbera rannsókn

Mynd/Pjetur
Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hefur ítrekað gefið Sjálfstæðisflokkinum kost á því að bæta úr annmörkum kæru sinnar , en úr þeim hefur enn ekki verið bætt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Ríkislögreglustjóri gaf út í kjölfar ummæla lögmanns flokksins í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær.



Rætt var við
Grétar Hannesson, lögfræðing Sjálfstæðisflokksins, í fréttatímanum, þar sem hann gagnrýndi kröfur efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra um að flokkurinn leggðist í frekari vinnu við kæru sína á hendur manni sem grunaður er um að hafa dregið sér fé af reikningi íhaldshóps Norðurlandaráðs á Íslandi .

Grétar taldi að efnahagsbrotadeildinni hefði borist öll þau gögn sem þyrfti til að geta tekið við rannsókn málsins og sagðist hafa áhyggjur af því að auknar kröfur efnahagsbrotadeildarinnar um rannsóknarvinnu kærenda gætu fælt fólk frá því að kæra mál.

Ríkislögreglustjóri segir í fréttatilkynningu sinni að kæra Sjálfstæðisflokksins hafi verið annmörkum háð og hafi ekki uppfyllt skilyrði um opinbera rannsókn. Flokkinum hefði ítrekað verið gefinn kostur á því að bæta úr annmörkum kærunnar, en mikil bókhaldsgögn hafi fylgt henni.

Samkvæ
mt tilkynningu Ríkislögreglustjóra óskaði efnahagsbrotadeild nánar til tekið eftir svörum við ákveðnum staðhæfingum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði haldið fram í kæru sinni, en samrýmdust ekki gögnum málsins.



Í fréttatíma Ríkisútvarpsins kom einnig fram að maðurinn sem sakaður er um fjárdráttinn hafi játað á sig verknaðinn, en það var ítrekað í tilkynningunni að yfirlýsingar um játningar væru ekki frá efnahagsbrotadeild komnar, enda hefði enginn verið yfirheyrður af lögreglu í málinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×