Innlent

Styðja kjarabaráttu leikskólakennara

Mynd úr safni
Aðildarfélög Kennarasambands Íslands, önnur en Félag leikskólakennara, hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þau lýsa yfir stuðningi við kjarabaráttu leikskólakennara.

Félögin sem um ræður eru Félag grunnskólakennara, Félag framhaldsskólakennara, Skólastjórafélag Íslands, Félag stjórnenda í framhaldsskólum, Félag stjórnenda leikskóla og Félag tónlistarskólakennara.

„Í leikskólum fer fram metnaðarfullt starf sem hefur það markmið að leggja grunn að alhliða þroska og færni nemenda. Starfið er sérlega ábyrgðarmikið og því löngu tímabært að meta það að verðleikum. Framangreind aðildarfélög Kennarasambands Íslands hvetja samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga til að ganga strax til samninga við leikskólakennara áður en til verkfalls kemur," segir í yfirlýsingunni.

Leikskólakennarar hafa boðað til verkfalls ef ekki nást samningar fyrir mánudaginn 22. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×