Innlent

Íslenskur piltur hryggbrotnaði á Benidorm

Nemendurnir eru á Benidorm í skólaferðalagi
Nemendurnir eru á Benidorm í skólaferðalagi Mynd úr safni
Nítján ára íslenskur menntaskólanemi hryggbrotnaði í fyrrinótt á Benidorm þar sem hann er á skólaferðalagi.

Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá því að pilturinn, sem er nemandi við Menntaskólann á Ísafirði, hafi fallið töluverða hæð þegar hann var á leið á hótelið sem hópurinn gistir á.

Móðir hans segir í samtali við Bæjarins besta að betur hafi farið en á horfðist og enginn skaði hafi orðið á mænu. Hann fékk sprungu í hryggjaliði og kemur til með að liggja á sjúkrahúsi í nokkra daga, og síðan koma heim til Íslands á börum.

Sjá fréttina á vef Bæjarins Besta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×