Innlent

Bjóða upp á pizzaís og rúgbrauðsís

Þessi hnáta naut ísdagsins
Þessi hnáta naut ísdagsins Mynd Kjörís
Sláturís, bernaissósuís og rósaís er meðal þess sem verður á boðstólnum á hinum árlega ísdegi Kjöríss sem haldinn verður hátíðlegur í Hveragerði á morgun. Þá færir Kjörís hluta starfseminnar út á bílaplan og gestum er boðið upp á ókeypis ís og skemmtiatriði. Gestirnir fá að taka þátt í vöruþróun fyrirtækisins með því að smakka hátt í tuttugu óvenjulegar ístegundir. Þá kjósa þeir besta ísinn og dæmi eru um að verðlaunaísinn hafi farið í almenna framleiðslu.

„Þetta er skemmtilegasti dagur ársins hjá okkur í Kjörís og í raun hápunktur sumarsins. Stemmningin er frábær og gaman að fá svona margar fjölskyldur í ísrúnt til Hveragerðis sama daginn", segir Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss.

Ísdagurinn er haldinn í samstarfi við Blómstrandi daga bæjarins en búist er við miklum fjölda gesta enda verðurspáin góð. Árlega hafa um tvö tonn af ís runnið niður í gesti bæjarhátíðarinnar í Hveragerði. Opnað verður fyrir ísdælurnar klukkan hálf tvö en Ingó úr Veðurguðunum og nokkrir íbúar Latabæjar byrja að skemmta fólki upp úr klukkan tvö.

Þær ístegundir sem verða í boði fyrir gesti og gangandi á Ísdeginum eru:

· Ís ársins 2011 - Kókosís

· Perubrjóstsykursís

· Cappucino

· Jógúrtís

· Bragðarefur

· Ís ársins 2010 - Súkkulaðibitakökuís

· Tyggjóís

· Seytt Hverarúgbrauðsís

· Pizzaís

· Eucalyptusís

· Sláturís

· Mandarínuís - Sumarmjúkís 2011

· Royal súkkulaðibúðingsís

· Hvítlauksís

· Rósaís

· Bernaisessósuís

· Malteser'sís

· Súkkulaðiís með chili og chilisósu

Í fullorðinshorninu:

· Irish Coffee ís (Jameson)

· Koníaksís




Fleiri fréttir

Sjá meira


×