Innlent

Leita að meiddum ferðamanni á Vestfjörðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgunarsveitamenn á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar leita nú að spænskum ferðamanni sem er í vanda á Vestfjöðrum. Landsbjörg barst í dag  frá ættingjum á Spáni vegna mannsins.

Ferðamaðurinn, sem var á göngu, er villtur og snúinn á ökkla. Náði hann að hafa samband við ættingja sinn í heimalandinu sem í framhaldinu sendi tölvupóstinn.

Ferðamaðurinn gat ekki gefið nánari upplýsingar um staðsetningu sína en þær að hann hafi gengið upp úr Mjóafirði, Skutulsfirði eða Hestsfirði og sæi nú ofan í einhvern fjörð og væri við hliðina á vatni.

Búið er að kalla út björgunarsveitir og leitarhunda félagsins á Vestfjörðum til leitar. Merki frá síma mannsins hefur verið miðað út og bendir það til þess að hann sé staddur í Skötufirði eða Hestsfirði og er lögð áhersla á að leita það svæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×