Stórstjörnurnar úr leik í Kanada - Nadal og Wozniacki töpuðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2011 14:15 Nadal óskar Dodic til hamingju með sigurinn. Nordic Photos/AFP Spánverjinn Rafael Nadal og Caroline Wozniacki frá Danmörku duttu óvænt úr leik í 2. umferð kanadíska meistaramótsins í tennis. Andy Murray var sömuleiðis sleginn út í 2. umferð í fyrradag. Nadal, sem spilaði sinn fyrsta leik síðan hann tapaði í úrslitum Wimbledon gegn Novak Djokovic í júlí, var í góðum málum eftir fyrsta settið gegn Ivan Dodig frá Króatíu. Hann náði hins vegar ekki að fylgja eftir 6-1 sigri sínum í settinu því hann tapaði næstu tveimur, báðum í oddalotu. Úrslitin 1-6, 7-6 og 7-6. Dodig, sem er í 41. sæti heimslistans var í skýjunum með sigurinn. „Þetta er stærsta stundin í lífi mínu," sagði Dodic sem fór hamförum í uppgjöfum og náði 19 ásum. Nadal, sem vann sigur á mótinu árin 2005 og 2008 sagði mótherja sinn hafa spilað afar vel og djarft. „Hann virtist ekki finna fyrir pressu á mikilvægum augnablikum. Ég var hins vegar nokkuð óheppinn í dag, finnst ykkur ekki?" Roger Federer er kominn í 3. umferð þar sem hann mætir Jo-Wilfeid Tsonga. Kapparnir mættust í átta manna úrslitum á Wimbledon þar sem Tsonga hafði betur í mögnuðum fimm setta leik. Novak Djokovic er einnig kominn í 3. umferð. Wozniacki ver ekki titil sinnHin danska Caroline Wozniacki, sem sigraði á mótinu í fyrra, er dottinn úr leik. Hún tapaði 4-6, 5-7 gegn Robertu Vinci frá Ítalíu. Vinci er í 22. sæti heimslistans. „Það er ekki gaman að tapa en það er lítið sem ég get gert í því núna, nema æfa og reyna að bæta mig," sagði Wozniacki en leikurinn fór fram við erfiðar aðstæður. „Þetta var afar erfitt, sérstaklega í byrjun vegna vindsins. Þegar maður kastaði boltanum upp í uppgjöfinni þá sveif hann út um allt sem gerði okkur erfitt fyrir," sagði sú danska. Serena Williams og Wimbledon-meistarinn Petra Kvitova komust í 3. umferð mótsins. Erlendar Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
Spánverjinn Rafael Nadal og Caroline Wozniacki frá Danmörku duttu óvænt úr leik í 2. umferð kanadíska meistaramótsins í tennis. Andy Murray var sömuleiðis sleginn út í 2. umferð í fyrradag. Nadal, sem spilaði sinn fyrsta leik síðan hann tapaði í úrslitum Wimbledon gegn Novak Djokovic í júlí, var í góðum málum eftir fyrsta settið gegn Ivan Dodig frá Króatíu. Hann náði hins vegar ekki að fylgja eftir 6-1 sigri sínum í settinu því hann tapaði næstu tveimur, báðum í oddalotu. Úrslitin 1-6, 7-6 og 7-6. Dodig, sem er í 41. sæti heimslistans var í skýjunum með sigurinn. „Þetta er stærsta stundin í lífi mínu," sagði Dodic sem fór hamförum í uppgjöfum og náði 19 ásum. Nadal, sem vann sigur á mótinu árin 2005 og 2008 sagði mótherja sinn hafa spilað afar vel og djarft. „Hann virtist ekki finna fyrir pressu á mikilvægum augnablikum. Ég var hins vegar nokkuð óheppinn í dag, finnst ykkur ekki?" Roger Federer er kominn í 3. umferð þar sem hann mætir Jo-Wilfeid Tsonga. Kapparnir mættust í átta manna úrslitum á Wimbledon þar sem Tsonga hafði betur í mögnuðum fimm setta leik. Novak Djokovic er einnig kominn í 3. umferð. Wozniacki ver ekki titil sinnHin danska Caroline Wozniacki, sem sigraði á mótinu í fyrra, er dottinn úr leik. Hún tapaði 4-6, 5-7 gegn Robertu Vinci frá Ítalíu. Vinci er í 22. sæti heimslistans. „Það er ekki gaman að tapa en það er lítið sem ég get gert í því núna, nema æfa og reyna að bæta mig," sagði Wozniacki en leikurinn fór fram við erfiðar aðstæður. „Þetta var afar erfitt, sérstaklega í byrjun vegna vindsins. Þegar maður kastaði boltanum upp í uppgjöfinni þá sveif hann út um allt sem gerði okkur erfitt fyrir," sagði sú danska. Serena Williams og Wimbledon-meistarinn Petra Kvitova komust í 3. umferð mótsins.
Erlendar Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira