Innlent

Íslendingar bjarga 21 þúsund börnum

Hugrún Halldórsdóttir skrifar
Sómölsk börn
Sómölsk börn Mynd úr safni
Íslendingar bjarga 21 þúsund börnumUm 9.800 manns hafa gefið í söfnun Rauða krossins vegna hungarsneyðar í Sómalíu með því að hringja í söfnunarsímann 904-1500. Þannig hafa safnast tæpar 15 milljónir króna en söfnunarfé Rauða krossins er nú komið upp í 31 milljón. Því verður varið í að kaupa vítamínbætt hnetusmjör til að hjúkra börnum til heilbrigðis, en einn skammtur kostar fimmtánhundruð krónur og því verður hægt að hjúkra tæplega 21 þúsund börnum fyrir það fé sem hefur safnast hér á landi. Sólveig Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Rauða Krossins, segir söfnuninni hvergi lokið enda ástandið í Sómalíu enn mjög slæmt.

„Það er ljóst að þessi þörf verður áfram og þetta ástand mun vara að minnsta kosti fram að næstu uppskeru, sem verður í desember. Nú hafa verið viðvarandi þurrkar þannig að við vitum ekki hvernig sú uppskera verður. Þannig að það er alveg ljóst að þörfin mun ekki hverfa á næstu mánuðum."

Rauði kross Íslands hefur sent um 20 milljónir af söfnunarfénu til Sómalíu en alþjóðahreyfingin hefur nú náð til um 200 þúsund manns í matvæladreifingum sínum.

„Hún hefur verið að sinna um sexþúsund börnum í næringarmiðstöðvum en núna á næstu vikum en nú á næstu vikum þá mun það aukast upp í að sinna 40 þúsund börnum og að ná til um 1,1 milljón manna með matvæladreifingu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×