Innlent

Gæsluvarðhald yfir nauðgara staðfest - rannsókn að ljúka

Hæstiréttur
Hæstiréttur Mynd úr safni
Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tuttugu og fimm ára gömlum karlmanni sem grunaður er um að hafa nauðgað ungri konu í Herjólfsdal um verslunarmannahelgina. Hann mun sitja í gæsluvarðhaldi til 2. september næstkomandi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglustjóranum á Selfossi miðar rannsókn á málinu ágætlega og er búist við að henni ljúki í þessum mánuði. Málið verður svo sent áfram til ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verður gefin út.

Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi árið 2006 fyrir að hafa nauðgað stúlku á tjaldstæði. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að hann hafi beðið stúlkuna um að „koma að labba“. Þegar þau komu að trjálundi rétt hjá lét maðurinn til skarar skríða, neytti handa til kynferðismaka og reyndi að hafa verið hana samræði. Hann hélt um háls hennar og reif í hár hennar á meðan hann nauðgaði henni.

Stúlkan sagði fyrir dómi að hann hefði hlegið að henni eftir athæfið og hótað að drepa hana segði hún frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×