Innlent

Hafa svigrúm til að lækka bensínið um fimm krónur

Framkvæmdastjóri félags íslenskra bifreiðaeigenda segir verðlækkun bensínstöðva í Danmörku sýna að olíufélögin á Íslandi hafa svigrúm til að lækka lítraverðið á eldsneyti um fjórar krónur. Það sé í takt við heimsmarkaðsverðið.

Frá því í síðustu viku hafa félögin lækkað bensín- og dísilolíuverð um umþaðbil sjö krónur á lítrann.

Lækkunina má rekja til lækkunar á heimsmarkaðsverði á bensíni, en eins og sjá má á þessu línuriti hefur verðið hríðlækkað undanfarna daga. Hins vegar ef á stóru myndina er litið, verðþróun síðustu missera, má sjá að hreyfingar geta verið miklar á heimsmarkaðnum.

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að þrátt fyrir að olíufélögin hafi lækkað eldsneytisverð um sjö krónur það sem af er mánuðinum, hafi þau enn svigrúm til að lækka það um fjórar til fimm krónur.

Hann segir verðlagningu olíufélaga á Norðurlöndunum vera gott dæmi um svigrúm íslensku félagana til að lækka bensínverðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×