Handbolti

Valsstúlkur töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum í Tékklandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Valskonur taka þátt í sterku æfingamóti í Tékklandi.
Valskonur taka þátt í sterku æfingamóti í Tékklandi. Mynd/Vilhelm
Kvennalið Vals í handknattleik tapaði í dag með einu marki, 35-34, gegn heimaliðinu HC Zlin frá Tékklandi á æfingamóti ytra. Valskonur mæta danska liðinu Tvis Holstebro klukkan 17 í síðari leik dagsins. Með liðinu leika landsliðskonurnar Rut Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir.

Leikurinn í dag var hörkuleikur og leiddi tékkneska liðið í hálfleik með einu marki. Jafnræði var með liðinu í síðari hálfleik og jafnt 24-24 um miðjan hálfleikinn. Tékkneska liðið landaði að lokum eins marks sigri 35-34 sem fyrr segir.

Þorgerður Anna Atladóttir skoraði 10 mörk fyrir Valskonur og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir níu.

Valur lék sinn fyrsta leik á mótinu í gær þegar liðið mætti ZRK Crevena Zvezda frá Serbíu. Serbneska liðið tók völdin strax í upphafi leiks og sleppti þeim ekki þótt Valskonur næðu að minnka muninn í 24-22 þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Leiknum lauk með sex marka sigri Serbanna, 35-29.

Dagný Skúladóttir var markahæst Valskvenna með sjö mörk. Sunneva Einarsdóttir varði 18 skot í markinu, þar af þrjú vítaköst.

Tölfræði gegn HC Zlin:

Markaskorarar Vals:


Þorgerður Anna Atladóttir 10

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 9/1

Dagný Skúladóttir 6

Nataly Sæunn Valencia 4

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 2

Karólína B. Gunnarsdóttir 2

Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 1

Varin skot:

Jenný Ásmundsdóttir 5/1

Sunneva Einarsdóttir 5

Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir 2/1

Tölfræði gegn ZRK Crevena Zvezda

Markaskorarar Vals :

Dagný Skúladóttir 7

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 6/1

Hrafnhildur Skúladóttir 5/1

Þorgerður Anna Atladóttir 4

Karólína Gunnarsdóttir 2

Þórunn Friðriksdóttir 2

Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 1

Heiðdís Guðmundsdóttir 1

Hildur Marín Andrésdóttir 1

Varin skot:

Guðný Jenný Ásmundsdóttir 3

Sunneva Einarsdóttir 18/3




Fleiri fréttir

Sjá meira


×