Ísköld og drullug upp fyrir haus 31. ágúst 2011 15:45 myndir/antonía Ljósmyndasyrpa sem Antonía Lárusdóttir 15 ára stelpa úr Hagaskóla tók af vinkonu sinni hefur vakið verðskuldaða athygli á Facebook. Lífið á Vísi hafði samband við þennan hæfileikaríka ljósmyndara til að forvitnast um áhugamálið og myndatökuna þar sem drulla kemur við sögu. „Nei ég er ekki búin að læra neitt varðandi ljósmyndun og hef bara enga reynslu nema það að taka að mér svona lítil verkefni fyrir jólakort og svona. En draumurinn er að fara á námskeið og taka að mér stærri verkefni. Ég er eiginlega bara nýbyrjuð á þessu myndastússi," svarar Antonía. „Í fyrra sumar tók vinkona mín, Heba Lind, mig í myndatöku. Þá fyrst fattaði ég að hver sem er getur tekið myndir ef hann vill. Ég fékk þá myndavélina hennar mömmu lánaða, Canon 400D, og bara byrjaði að taka myndir. Fyrst tók ég myndavélina hvert sem ég fór og tók bara myndir af lífinu mínu." Spurð út í myndasyrpuna sem má skoða hér svarar Antonía: „Ég var með þessa hugmynd um að mynda stelpu í drullupolli. Hera vinkona mín var svo ákkurat sú sem ég var að leita að fyrir þessa myndatöku svo ég spurði hana og hún var svo góð að segja já. Ég farðaði hana og valdi fötin og svona og svo keyrðum við á staðinn hjá Örfyrisey. Þar var drullan miklu dýpri en mig minnti svo fætur okkar sukku djúpt ofan í drulluna."Flippaðasta sem við höfðum gert „Við vorum báðar í skóm og sokkum sem finnast aldei aftur. Þetta var rosalega gaman samt. Við héldum báðar áfram að segja að þetta væri það flippaðasta sem við höfðum gert. Mér leið samt illa á tímabili því Heru varð orðið skítkalt og ég hélt áfram að henda á hana drullu. Að komast upp í bílinn allar í drullu var samt það sem við hugsuðum ekki alveg út í áður en við lögðum af stað en einhvern veginn virkaði þetta."Ánægð með útkomuna „Ég er rosalega glöð með útkomuna á myndunum en ég er líka búin að læra mína lexíu að það er ekki sniðugt að taka myndavél með sér í drullu."Skilur hvað ástríða er „Ég er viss um að ég mun aldrei geta hætt að gera það sem ég er að gera núna. Ég er að eyða miklum tíma í þetta áhugamál og ég vil aldrei stoppa. Nú skil ég hvað orðið ástríða virkilega þýðir. Í framtíðinni vil ég fara í nám til útlanda og spreyta mig þar og svo bara sjá hvert þetta leiðir mig," segir þessi hæfileikaríka unga stúlka. Sjá myndirnar hér.Bloggið hennar Antoníu hér. Skroll-Lífið Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Ljósmyndasyrpa sem Antonía Lárusdóttir 15 ára stelpa úr Hagaskóla tók af vinkonu sinni hefur vakið verðskuldaða athygli á Facebook. Lífið á Vísi hafði samband við þennan hæfileikaríka ljósmyndara til að forvitnast um áhugamálið og myndatökuna þar sem drulla kemur við sögu. „Nei ég er ekki búin að læra neitt varðandi ljósmyndun og hef bara enga reynslu nema það að taka að mér svona lítil verkefni fyrir jólakort og svona. En draumurinn er að fara á námskeið og taka að mér stærri verkefni. Ég er eiginlega bara nýbyrjuð á þessu myndastússi," svarar Antonía. „Í fyrra sumar tók vinkona mín, Heba Lind, mig í myndatöku. Þá fyrst fattaði ég að hver sem er getur tekið myndir ef hann vill. Ég fékk þá myndavélina hennar mömmu lánaða, Canon 400D, og bara byrjaði að taka myndir. Fyrst tók ég myndavélina hvert sem ég fór og tók bara myndir af lífinu mínu." Spurð út í myndasyrpuna sem má skoða hér svarar Antonía: „Ég var með þessa hugmynd um að mynda stelpu í drullupolli. Hera vinkona mín var svo ákkurat sú sem ég var að leita að fyrir þessa myndatöku svo ég spurði hana og hún var svo góð að segja já. Ég farðaði hana og valdi fötin og svona og svo keyrðum við á staðinn hjá Örfyrisey. Þar var drullan miklu dýpri en mig minnti svo fætur okkar sukku djúpt ofan í drulluna."Flippaðasta sem við höfðum gert „Við vorum báðar í skóm og sokkum sem finnast aldei aftur. Þetta var rosalega gaman samt. Við héldum báðar áfram að segja að þetta væri það flippaðasta sem við höfðum gert. Mér leið samt illa á tímabili því Heru varð orðið skítkalt og ég hélt áfram að henda á hana drullu. Að komast upp í bílinn allar í drullu var samt það sem við hugsuðum ekki alveg út í áður en við lögðum af stað en einhvern veginn virkaði þetta."Ánægð með útkomuna „Ég er rosalega glöð með útkomuna á myndunum en ég er líka búin að læra mína lexíu að það er ekki sniðugt að taka myndavél með sér í drullu."Skilur hvað ástríða er „Ég er viss um að ég mun aldrei geta hætt að gera það sem ég er að gera núna. Ég er að eyða miklum tíma í þetta áhugamál og ég vil aldrei stoppa. Nú skil ég hvað orðið ástríða virkilega þýðir. Í framtíðinni vil ég fara í nám til útlanda og spreyta mig þar og svo bara sjá hvert þetta leiðir mig," segir þessi hæfileikaríka unga stúlka. Sjá myndirnar hér.Bloggið hennar Antoníu hér.
Skroll-Lífið Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira