Handbolti

Valskonur meistarar meistaranna annað árið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valskonur byrja tímabilið vel.
Valskonur byrja tímabilið vel. Mynd/Daníel
Íslandsmeistarar Vals unnu þriggja marka sigur á bikarmeisturum Fram, 30-27, í Meistarakeppni kvenna í handbolta en liðin mættust í þessum árlega leik í Vodafone-höllinni í kvöld.

Þetta er annað árið í röð sem Valur vinnur þennan fyrsta leik tímabilsins en Valur vann 25-23 sigur í leik sömu liða í Meistarakeppninni í fyrra.

Valskonur voru komnar með níu marka forskot, 27-18, þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en Fram skoraði þá sjö mörk í röð og náði að setja smá spennu í leikinn. Þær komust hinsvegar ekki lengra og Valsliðið tryggði sér sannfærandi sigur.

Þorgerður Anna Atladóttir, nýr leikmaður Íslandsmeistarana, fór á kostum í Valsliðinu og skoraði tólf mörk, flest þeirra með glæsilegum þrumuskotum.

Valur-Fram 30-27 (17-11)

Mörk Vals: Þorgerður Anna Atladóttir 12, Dagný Skúladóttir 5, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 5, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 4.

Mörk Fram: Birna Berg Haraldsdóttir 7, Elísabet Gunnarsdóttir 6, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 3, Sunna Jónsdóttir 3, Marthe Sördal 1,  Stella Sigurðardóttir 1, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1, Steinunn Björnsdóttir 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×