Frábær veiði í Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 16. september 2011 21:49 Mynd af www.lax-a.is Veiðimenn eru enn að gera frábæra hluti á svæði I&II í Stóru Laxá. Sogsmenn voru þar enn og aftur á ferðinni síðustu 2 daga, enda ekki hægt að fá nóg af veislunni sem hefur verið í gangi þarna í haust. Lönduðu þeir 49 löxum og nokkrir stórir í aflanum, þar á meðal einn 102 cm dreki. Er þetta annar fiskurinn sem þeir veiða í haust á svæðinu sem er yfir 100 cm. Veiðinni er gerð góð skil á heimasíðu Sogsmanna. Enn eru tvær vikur eftir af veiðitímabilinu í Stóru og áin á miklu skriði. Í gærdag voru 480 laxar komnir á land af neðsta svæðinu en mun færri af efri svæðunum og langflestum hefur verið sleppt. Áin er því enn full af fiski. Ef við fáum góða dembu gæti það hjálpað efri svæðunum í ánni mikið. Þá getum við jafnvel farið að gæla við að metveiði verði í Stóru þetta haustið. Núverandi met er ekki gamalt, það var sett síðasta sumar en þá veiddust 764 laxar í ánni. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á Stangveiði Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Pistill: Stórvirk kvíaeldi hafa varanlega eyðilagt margar ár Veiði Hofsá ein af dómkirkjum stangveiðinnar Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá Veiði Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Veiði Döpur veiði seinniparts sumars í Krossá Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði
Veiðimenn eru enn að gera frábæra hluti á svæði I&II í Stóru Laxá. Sogsmenn voru þar enn og aftur á ferðinni síðustu 2 daga, enda ekki hægt að fá nóg af veislunni sem hefur verið í gangi þarna í haust. Lönduðu þeir 49 löxum og nokkrir stórir í aflanum, þar á meðal einn 102 cm dreki. Er þetta annar fiskurinn sem þeir veiða í haust á svæðinu sem er yfir 100 cm. Veiðinni er gerð góð skil á heimasíðu Sogsmanna. Enn eru tvær vikur eftir af veiðitímabilinu í Stóru og áin á miklu skriði. Í gærdag voru 480 laxar komnir á land af neðsta svæðinu en mun færri af efri svæðunum og langflestum hefur verið sleppt. Áin er því enn full af fiski. Ef við fáum góða dembu gæti það hjálpað efri svæðunum í ánni mikið. Þá getum við jafnvel farið að gæla við að metveiði verði í Stóru þetta haustið. Núverandi met er ekki gamalt, það var sett síðasta sumar en þá veiddust 764 laxar í ánni. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á
Stangveiði Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Pistill: Stórvirk kvíaeldi hafa varanlega eyðilagt margar ár Veiði Hofsá ein af dómkirkjum stangveiðinnar Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá Veiði Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Veiði Döpur veiði seinniparts sumars í Krossá Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði