Handbolti

Öruggur sigur Akureyringa í Mosfellsbæ

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Oddur Gretarsson í leik með Akureyri.
Oddur Gretarsson í leik með Akureyri. Mynd/HAG
Akureyri vann í kvöld fyrsta leik N1-deildar karla á tímabilinu en liðið mætti þá Aftureldingu í Mosfellsbæ. Niðurstaðan var ellefu marka sigur Akureyrar, 31-20.

Sigur norðanmanna var öruggur en staðan í hálfleik var 16-10 þeim í vil. Oddur Gretarsson skroaði flest mörk gestanna eða tíu talsins. Guðmundur Hólmar Helgason kom næstur með fimm.

Hjá Aftureldingu var Jóhann Jóhannsson markahæstur með fimm mörk. Þrándur Gíslason skoraði fjögur.

Þrír aðrir leikir í deildinni hófust klukkan 19.30 og verður greint frá úrslitum þeirra þegar þau liggja fyrir.

Mörk Aftureldingar: Jóhann Jóhannsson 5, Þrándur Gíslason 4, Eyþór Vestmann 2, Sverrir Hermannsson 2, Jón Andri Helgason 2, Daníel Jónsson 2, Hilmar Stefánsson 1, Einar Héðinsson 1, Pétur Júníusson 1.

Mörk Akureyrar: Oddur Gretarsson 10, Guðmundur Hólmar Helgason 5, Geir Guðmundsson 4, Bjarni Fritzson 4, Bergvin Gíslason 3, Heiðar Þór Aðalsteinsson 3, Hörður Fannar Sigþórsson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×