Handbolti

Spá N1-deildar kvenna: Valur verður meistari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í leik með Val.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í leik með Val.
Samkvæmt spá um gengi liða í N1-deild kvenna verður Valur meistari í N1-deild kvenna á nýjan leik, rétt eins og tvö undanfarin ár.

Valur fékk 298 stig í árlegri spá forráðamanna og fyrirliða liða í N1-deild kvenna, nokkru meira en Fram. Búist er við að þessi tvö lið muni fyrst og fremst berjast um titilinn í vetur.

Sex efstu lið deildarinnar komast í úrslitakeppnina en ekkert lið fellur úr deildinni í vor.

Spáin í heild sinni:

1. Valur 298 stig

2. Fram 264

3. HK 223

4. Stjarnan 216

5. ÍBV 159

6. Fylkir 137

7. Haukar 134

8. FH 94

9. KA/Þór 70

10. Grótta 55




Fleiri fréttir

Sjá meira


×